Silja Úlfarsdóttir þekkir það hvað íþróttamaður þarf til að ná árangri, hún hefur sjálf verið afrekskona og þjálfað marga afreksmenn. Silja var fljótasta kona landsins í áratug og átti Íslandsmetið í 200m hlaupi innanhúss í 20 ár. Silja hefur þjálfað okkar helstu afreksmenn, mörg íþróttalið í handbolta og fótbolta (Íslands- og Bikarmeistara), unglinga sem hafa náð markmiðum sínum og unga íþróttamenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttum eða atvinnumennsku.
Silja hefur komið að þjálfun íþróttamanna úr mörgum íþróttagreinum, enda hefur hún starfað sem þjálfari í yfir 18 ár, sjálf hefur hún grunn úr frjálsum íþróttum, handbolta og fótbolta.
Silja hefur verið að fókusa mikið á sprett námskeiðin sín, það er algjört draumastarf að kenna áhugasömum íþróttamönnum hvernig þú getur náð lengra og orðið besti íþróttamaður sem þú getur orðið. Það hefur oftast selst upp á námskeiðin, en oft má sjá mun eftir aðeins 2 tíma.
Silja hefur einnig starfað sölu- og markaðsstjóri Adidas og Reebok, ásamt því að hafa verið íþróttafréttakona. Silja hefur mikinn áhuga á íþróttafólki og markaðsmálum og stofnaði Klefinn.is ásamt Andra Úlfarssyni. Silja hefur starfað sem upplýsinga- og kynningarfulltrúi hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur og starfað á auglýsingadeild Símans.
Í dag fókusar Silja á sprettþjálfun, hlaðvarpið sitt Klefinn, Silja er með fyrirlestra, námskeið og er að eigin sögn “íþróttapönkari”.
Silja útskrifaðist með B.S. gráðu í viðskiptafræði og stjórnun (Business management) úr Clemson University þar sem hún stundaði nám á skólastyrk. Silja kláraði svo Meistaranám í Forystu og Stjórnun í Bifröst, með áherslu á verkefnastjórnun og markaðsmál. Eftir háskólann í Bandaríkjunum æfði hún með heims- og ólympíumeisturum í Atlanta í nokkur ár og lærði mikið þar um þjálfun og þjálffræði. Silja hefur lokið ÍAK einkaþjálfaranáminu ásamt fleiri námskeiðum.

